Um okkur

G. Skúlason vélaverkstæði hóf starfsemi árið 1987 og sinnti í upphafi viðgerðum á vörubílum, vinnuvélum og minni bátum. Fyrirtækið dafnaði vel og fæst nú mest við járnsmíðar, rennismíði og vélaviðgerðir.

Árið 1997 var stofnað einkahlutafélag um reksturinn og á árinu 2002 komu Síldarvinnslan hf. og Sandblástur og Málmhúðun inn sem hluthafar. Vélaverkstæði Síldarvinnslunnar var sameinað G. Skúlasyni þegar Síldarvinnslan eignaðist hlut í fyrirtækinu.

Í byrjun árs 2003 var Vélaverkstæði Björns og Kristjáns á Reyðarfirði sameinað G. Skúlasyni en sá rekstur var síðar seldur Launafli ehf.

G. Skúlason var einn sex stofnaðila Launafls.

Rekstur G. Skúlasonar vélaverkstæðis hefur frá upphafi gengið vel og verkefni verið næg. Flest þau 35 ár sem fyrirtækið hefur starfað hefur það skilað góðum rekstrarafgangi og verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá því að byrjað var á að gefa hann út. Árangur sinn getur G. Skúlason vélaverkstæði þakkað afar öflugu starfsfólki sem sinnir störfum sínum af áhuga og metnaði.

Nú eru starfsmenn G. Skúlasonar 24 talsins og hafa flestir þeirra starfað lengi hjá fyrirtækinu. Núverandi eigendur fyrirtækisins eru Jón Bjarnason og Sigurður Vilmundur Jónsson (50,10%), Síldarvinnslan hf. (24,95%) og Ferrozink (24,95%).